Ungbarnateppi

Mjúkt og hlýtt heklað ungbarnateppi úr 100% ull sem má þvo í þvottavél á ullarprógrammi. Stærð: 71 x 93 cm.

Ungbarnateppi-grænt2Ungbarnateppi-grænt1
Pöntunarnúmer: T012. Verð: 9.200
Nánari upplýsingar má fá í gegnum með því að senda tölvupóst á prjonaskuffan@gmail.com eða með því að senda skilaboð gegnumwww.facebook.com/prjonaskuffan

Verk í vinnslu

Þessir eru á prjónunum hjá mér núna og hafa verið nokkuð lengi. Svona mynsturverk er töluverð vinna sem krefst athygli og því allt of auðvelt að henda þessu frá sér en við skulum sjá hvað setur. Vonandi verður þetta að fallegum vettlingum að lokum. 😉

Verk í vinnslu-feb.2016

Prjónaskúffan

Í gegnum tíðina hef ég prjónað og heklað ýmislegt til gjafa og einnig hefur safnast töluvert í pjónaskúffuna mína, sem ég kem til með að selja upp úr hér og í gegnum facebook síðuna mína: http://www.facebook.com/prjonaskuffan.

Til þess að panta er best að byrja á því að senda mér tölvupóst í gegnum prjonaskuffan@gmail.com eða í gegnum ofangreinda facebook síðu. Sendingarkostnaður innanlands er 500 kr. fyrir litla pakka og 1000 kr. fyrir stærri og bætist ofan á verð og sending fer af stað innan 2 virkra daga frá greiðslu.